Forsíða Meðganga Nöfn Öryggi barnsins

Öryggi barnsins

Fátt er mikilvægara en að gæta öryggis þegar börnin eru annars vegar. Undanfarin ár hafa komið fram margar litlar en sniðugar vörur á markað sem ætlað er að auka öryggi á heimilum. Hér má fræðast um helstu ráðstafanir sem gera má á heimili, í bílnum eða umferðinni varðandi nýjasta fjölskyldumeðliminn.


Geymsla

Mörg hús og íbúðir hafa geymslu tengda eldhúsi, í bílskúr eða í kjallara. Mikilvægt er að gæta þess vandlega að slík rými séu vandlega læst eða lokuð á milli þess sem fullorðnir fara þar inn.

Hvað þarf að passa í geymslum?

Passa þarf að hlutir sem eru geymdir á gólfi eða í neðstu hillu geti ekki verið hættulegir fyrir barnið sem skríður um á gólfinu. Færa ætti þyngri hluti ofar í hillur. Einnig þarf að passa að hillur séu vel festar svo barn sem klifrar upp í neðstu hillu geti ekki velt samstæðunni yfir sig. Hluti í efrihillum þarf að skorða vel svo þeir geti ekki fallið niður á forvitinn einstakling sem skríður um gólfið.

Hvað með málningu og eiturefni?

Passa þarf að málningarílát og önnur slíkt standi ekki opin eða gefi frá sér gufur sem reynst geta bannvænar. Sumar gufur eru þess eðlis að þær liggja niðri við gólfflöt og fullorðnir finna ekki lyktina af þeim eða verða þeirra varir. Hins vegar geta slíkar gufur reynst bannvænar fyrir litlu krílin sem koma á fjórum fótum inn í geymsluna og eru að skoða og rannsaka.

En hlutir sem liggja upp við vegg?

Hlutir sem standa sjálfir, liggja upp við hillur eða veggi þarf að skorða vel svo ekki megi fella auðveldlega.

En bílar í bílskúrum?

Aldrei skal geyma lykla í skrá bíls og alltaf skal drepa á bílum strax og komið er inn í bílskúrinn. Eitraður útblástur bílvélar getur valdið snöggum dauða hjá litlu barni ef það kæmi skríðandi fyrir aftan bílinn eða í næsta nágreni við útblástur. Einnig skal alltaf setja bíl í gír og handbremsu svo hann renni ekki af stað.

Eitthvað annað?

Raða ætti geymslunni með það í huga að barn geti komist þangað inn og farið að skoða það sem næst er því á gólfi og hillum.

Ofangreindar upplýsingar voru fengnar hjá tryggingarfélögum hérlendis og Rauða Kross Íslands.